Monday, July 31, 2006

Gripurinn

Arnar fór áðan og sótti kaffivélina, öllum boðið í kaffi til mín. Fæ til mín kaffisnilling til að kenna mér almennilega að flóa mjólk og svona og svo verða bara lattear framleiddir í massavís.

Hér getið þið barið gripinn augum http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=EAM3400

Undarlegt nokk, þá er ég farin að hlakka til vetrarins að sumu leyti. Dimm helgarkvöld með kertaljósi og mínum heittelskaða. Te í bolla eða latte í bolla. Jólin. Og svo auðvitað sú staðreynd að ég yfirgef landið eftir áramót á vit ævintýranna í Barce. Ógó skemmtilegt myndi S(auður) segja.


Var ég búin að segja ykkur að lífið er dásamlegt? Þvi það er það, í alvöru!!!

Næsta helgi verður farið norður í land aftur. Elska Akureyri. Finnst hún hafa mikið af þeim sjarma sem mér finnst vanta í Reykjavík, samstæð byggð, fallega viðhaldin gamli bær með upprunalegum húsum. Garðar í fallegri rækt o.s.fr. Svo klikkar ekki að fá sér Brynjuís, norðfirskt kaffi hjá Te og Kaffi og skella sér svo á Bautann í góðan fisk eða annað gúmmulaði. Gæti vel hugsað mér að flytjast þangað búferlum eins og eitt sumar. Hver veit nema að sá draumur verði að veruleika einhvern tímann.

Comments:
mmmm girnó kaffivél. Hlakka til að koma í kaffi til þín...kaffihús hva!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?