Thursday, July 20, 2006

Lokað vegna veðurs!



Þegar kettirnir fara í frí fara mýsnar á stjá...hljóðar það ekki einhvern veginn svoleiðis?

Í gær flugu yfirmenn JPV á brott í frí á erlendri grund og ég tók það því upp á mig að loka fyrirtækinu og gefa þessum örfáu hræðum sem hér sitja frí. JPV hefur alltaf gefið einn sólarfrídag á sumri og ég ákvað að dagurinn til þess væri í gær enda þorði ég ekki að bíða með það ef svona dagur sæist ekki aftur í sumar. Yndislegt alveg.

Fór héðan og niður á Austurvöll, settist á Thorvaldsen með skemmtilegu fólki og sólaði mig. Árangurinn lætur ekki á sér standa, í dag er ég eldrauð. Algjör snilld.
Svo fór ég og keypti mér tvenna skó í GS skóm á útsölu fyrir inneign sem mamma mín var svo góð að gefa mér. Sjibbí. Svo á Vegamót í smá meiri sól, aftur á Austurvöll og svo loks í grill hjá tengdó. Í millitíðinni þurfti ég reyndar að hringja aðeins í lögguna því lásinn á hjólinu hans Arnars festi sig og vildi ekki losna og þeir eiga svona græjur til að klippa í sundur lása. Nema hvað að rétt áður en löggan kom náði Arnar að losa helv lásinn!!!

Vildi óska þess að ég væri úti í sólinni núna en maður getur nú ekki lokað tvo daga vegna veðurs er það?

Allavegana sund í hádeginu til að sjá sólina og brenna meira, kannski bara á bakinu í þetta skiptið! Gera förin sem ég er nú þegar með meira spennandi sko! Alveg nauðsynlegt!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?