Saturday, July 15, 2006

Mér finnst rigningin góð, nananana úúú




Pollýanna er mætt á svæðið. Afhverju? Jú vegna þess að annars verð ég brjáluð og fer með gullkortið til Heimsferða og segi við þá: laust sæti hvert sem er, alveg sama, bara ef það er ekki rigning. Þyrfti að sinna smávægilegum atriðum fyrst eins og að segja upp starfi mínu og þess háttar, ekkert nojað samt!

Pollýanna fór út í rigningunni í dag og einsetti sér að gera sér glaðan dag. Laugarvegurinn varð fyrir valinu og litið inn í Kron. Festi þar kaup á dásamlegum skóm sem Carrie Bradshaw hefði öfundað mig af og sitja þeir nú á borðinu og bíða næstu helgar en þá verður farið í grill og fjör (kannski í rigningu) í gettóinu með frönskunni. Pollýanna elskar miðbæinn og skellti sér því í Tiger og festi þar kaup á stórgóðri mynd og púzzluspili ásamt sudoko bók til að gleðja sig enn fremur í rigningunni. Kom svo við á leiðinni upp laugarveginn í Vínberinu og keypti mér ávexti. Aðeins inn í Bónus, Jói Fel var líka heimsóttur og snöggt stopp í BT urðu þess valdandi að ég kom heim mörgum þúsurum fátækari en með bros út að eyrum og skemmtiefni sem dugar mér út helgina því ég er búin að lýsa yfir national rain holiday og ætla að vera heima alla helgina með allt dóteríð mitt og borða mat héðan alla helgina. Mmmm notalegt.

Svo gott fólk, kveikið á kerti, fáið ykkur heitt og gott te, leggist upp í sófa og látið eins og það sé vetur, horfið á eina góða bíómynd og njótið lífsins. Það er allavegana það sem Pollýanna ætlar sér að gera!

Comments:
Þú ert snillingur alveg hreint í alla staði og til eftirbreitni :)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?